Inni á HM eða úti í kuldanum

Ísland og Litháen mætast í umspili um laust sæti á …
Ísland og Litháen mætast í umspili um laust sæti á HM 2019 í Laugardalshöllinni í kvöld. mbl.is/Goli

Úrslit leiksins í köld skera úr um hvort við verðum inni á HM eða úti í kuldanum. Annað tækifæri verður ekki í boði og við treystum á að fólk fjölmenni í Höllina og styðji við bakið á okkur,“ sagði Guðmundur Þórður Guðmundsson, landsliðsþjálfari karla í handknattleik, við Morgunblaðið í gær, en fram undan er hreinn úrslitaleikur hjá íslenska landsliðinu í handknattleik karla um sæti á HM þegar liðið tekur á móti landsliði Litháen í Laugardalshöll kl. 20 í kvöld.

Jafntefli varð í fyrri viðureigninni við Litháa, 27:27, í Vilníus á föstudaginn. Þar af leiðandi er allt opið fyrir viðureignina í kvöld, sem Guðmundur Þórður segir vera einn mikilvægasta landsleik handboltalandsliðsins um árabil. Sæti í lokakeppni heimsmeistaramótsins er undir, en mótið fer fram í Danmörku og í Þýskalandi í janúar.

„Við erum meðvitaðir um að verkefni okkar er erfitt. Litháar hafa sýnt það og sannað að þeir standa góðum liðum fyllilega á sporði. Á dögunum unnu Litháar Hvít-Rússa í Hvíta-Rússlandi eftir að hafa verið um tíma með tíu marka forskot. Ég hafði varað við þessu fyrir fyrri viðureignina við Litháa í Vilníus og mun ekki slaka á í þeim efnum fyrir síðari viðureignina. Litháar eru það góðir að við verðum að hafa mikið fyrir því að vinna þá að þessu sinni,“ sagði Guðmundur Þórður, sem stýrir íslenska landsliðinu í fyrsta sinn á heimavelli í sex ár í kvöld.

Sjá greinina í heild sinni í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert