Uppselt á Ísland-Litháen

Guðjón Valur verður í eldlínunni í kvöld.
Guðjón Valur verður í eldlínunni í kvöld.

Það er orðið uppselt á leik Íslands og Litháen í undankeppni heimsmeistaramótsins í handknattleik karla sem fer fram í Laugardalshöll klukkan 20 í kvöld. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá HSÍ.

Leikurinn er seinni umspilsleikur þjóðanna og sker úr um hvort liðið kemst á heimsmeistaramótið í handbolta á næsta ári. Staðan er jöfn 27:27 eftir fyrri leikinn og því dugar eins marks sigur Íslandi til þess að komast á HM.

HSÍ beinir til fólks að mæta tímanlega í bláu og styðja strákana okkar. 

mbl.is