Ægir Hrafn og Bjarki í Fram

Bjarki Lárusson.
Bjarki Lárusson. Ljósmynd/Fram.is

Handknattleiksdeild Fram gekk í gær frá samningum við hornamanninn Bjarka Lárusson og línumanninn Ægi Hrafn Jónsson. 

Bjarki kemur til Fram frá Fjölni en hann lék vel þrátt fyrir að liðið félli úr úrvalsdeildinni síðasta vetur. Hann getur einnig leikið sem leikstjórnandi. Bjarki gerði tveggja ára samning við Framara.  

Ægir Hrafn kemur til Fram frá Víkingi, sem einnig féll úr efstu deild, og gerir hann líka tveggja ára samning. Ægir þekkir vel til hjá Fram þar sem hann lék stórt hlutverk með liðinu sem varð Íslandsmeistari árið 2013. 

Þorgrímur Smári Ólafsson gerði svo tveggja ára samning við Fram á dögunum, en hann lék með liðinu síðari hluta síðustu leiktíðar er hann var á láni frá Aftureldingu.

Ægir Hrafn Jónsson er kominn aftur í Fram.
Ægir Hrafn Jónsson er kominn aftur í Fram. Ljósmynd/Fram.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert