Kristján tekur við Löwen næsta sumar

Kristján Andrésson mun taka við sem þjálfari Rhein-Neckar Löwen næsta …
Kristján Andrésson mun taka við sem þjálfari Rhein-Neckar Löwen næsta sumar. AFP

Kristján Andrésson mun taka við sem þjálfari þýska handknattleiksfélagsins Rhein-Neckar Löwen sumarið 2019 en þetta staðfesti félagið á heimasíðu sinni í dag. Hann mun taka við liðinu af Nikolaj Jacobsen. Löwen varð þýskur meistari í fyrra og hittifyrra en hafnaði í öðru sæti deildarinnar á nýliðnu keppnistímabili, ásamt því að vinna bikarkeppnina.

Kristján hefur stýrt sænska landsliðinu frá árinu 2016 en hann skrifar undir þriggja ára samning við Löwen. Hann mun stýra sænska landsliðinu áfram en láta af störfum sumarið 2020 og þá mun hann alfarið sjá um að þjálfa þýska liðið.

Hann hefur náð frábærum árangri með sænska landsliðið en liðið hafnaði í öðru sæti á EM í janúar á þessu ári og fimmta sæti á HM í Frakklandi í ársbyrjun 2017.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert