Ísland situr í öðrum flokki

Hildigunnur Einarsdóttir í leik Íslands og Slóveníu í undankeppni EM …
Hildigunnur Einarsdóttir í leik Íslands og Slóveníu í undankeppni EM í vetur. mbl.is/Árni Sæberg

Íslenska kvennalandsliðið í handknattleik verður í öðrum styrkleikaflokki þegar dregið verður í riðla í forkeppni að umspilsleikjum HM kvenna á þingi EHF í Glasgow í dag.

Lið frá sextán þjóðum verða í pottinum þegar dregið verður í fjóra fjögurra liða riðla. Forkeppnin fer fram í lok nóvember og byrjun desember. Sigurlið hvers riðils fer áfram í umspilsleiki um HM sæti sem fram fara eftir ár. Lokakeppnin verður í Japan í desember 2019.

Í fyrsta flokki eru: Hvíta-Rússland, Makedónía, Sviss, Slóvakía, Tyrkland.

Í öðrum flokki: Færeyjar, Ísland, Ítalía, Kósóvó, Litháen, Portúgal, Úkraína.

Í þriðja flokki: Aserbadsjan, Finnland, Grikkland, Ísrael. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert