Cervar bætir við sig starfi

Lino Cervar á hliðarlínunni hjá króatíska landsliðinu á EM.
Lino Cervar á hliðarlínunni hjá króatíska landsliðinu á EM. AFP

Gamla brýnið Lino Cervar hefur í þriðja sinn á þjálfaraferlinum verið ráðinn til handknattleiksliðs RK Zagreb sem aðalþjálfari liðsins. Tilkynnt var um ráðningu Cervar í morgun en hann mun samhliða stýra landsliði Króatíu sem hann tók við fyrir rúmu ári.

Cervar var þjálfari RK Zagreb frá 2000 til 2002 og aftur frá 2004 til 2009. Í síðara skiptið var hann einnig landsliðsþjálfari Króata eins og hann er nú. 

RK Zagreb hefur lengi verið fremsta handknattleikslið Króatíu. Þrátt fyrir góðan árangur á heimavelli hefur liðinu ekki tekist að komast í fremstu röð í Meistaradeild Evrópu. Þrátt fyrir góðan árangur á undanförnum árum hefur talsverður losarabragur verið í kringum þjálfarastarfið. Þjálfarar hafa komið og farið. Vonast er að með Cerver fáist festa í þjálfarastarfið. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert