Glæsilegur sigur á Slóveníu

Lovísa Thompson skýtur að marki Slóvena í dag.
Lovísa Thompson skýtur að marki Slóvena í dag. Ljósmynd/IHF

Íslenska kvennalandsliðið í handbolta skipað leikmönnum 20 ára og yngri vann góðan 24:22-sigur á Slóveníu í öðrum leik sínum á heimsmeistaramótinu í Ungverjalandi. Ísland gerði jafntefli í fyrsta leik og er nú í öðru sæti riðilsins með þrjú stig, einu stigi minna en Rússland.

Slóvenska liðið fór aðeins betur af stað, en það íslenska náði fljótlega forystunni eftir tæplega hálfnaðan fyrri hálfleik og hélt út allan leikinn. Staðan í hálfleik var 14:11, Íslandi í vil. 

Lovísa Thompson átti mjög góðan leik og skoraði níu mörk og Sandra Erlingsdóttir gerði sex, þar af fimm úr vítum. Ísland mætir toppliði Rússa á fimmtudaginn kemur. 

Markaskorarar Íslands: 
Lovísa Thompson 9, Sandra Erlingsdóttir 6, Lena Margrét Valdimarsdóttir 5, Andrea Jacobsen 3, Elva Arinbjarnar 1.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert