Allt klárt á milli Ísaks og Schwaz

Staðfest hefur verið að handknattleiksmaðurinn Ísak Rafnsson yfirgefur uppeldisfélag sitt FH og flytur til Austurríkis.

Þar hefur hann skrifað undir samning við Schwaz sem leikur í efstu deild en Morgunblaðið greindi frá 4. maí sl. að verulegar líkur væru á að Hafnfirðingurinn væri á leið til Týrólaliðsins.

Handknattleiksdeild FH kvaddi Ísak og þrjá leikmenn til viðbótar í hófi í fyrrakvöld. Fjórmenningarnir eiga sameiginlegt að vera á leið í atvinnumennsku í Evrópu. Auk Ísaks er um að ræða Ágúst Elí Björgvinsson markvörð, sem fer til Sävehof, Gísla Þorgeir Kristjánsson, sem gengur til liðs við Kiel, og Óðin Þór Ríkharðsson sem ætlar að spreyta sig með GOG frá Fjóni í Danmörku.

Schwaz Handball Tirol hafnaði í sjöunda sæti í austurrísku A-deildinni í vor og féll úr leik í úrslitakeppninni um austurríska meistaratitilinn fyrir Krems eftir oddaleik. Markmiðið er að ná lengra á næstu leiktíð. Schwaz Handball Tirol var til fyrir fimm árum við sameiningu ULZ Schwaz og HIT Innsbruck.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert