Þrjú íslensk karlalið í EHF-keppnina

Patrekur Jóhannesson og lærisveinar hans í liði Selfoss taka þátt …
Patrekur Jóhannesson og lærisveinar hans í liði Selfoss taka þátt í EHF-keppninni. mbl.is/Haraldur Jónasson

Nú liggur fyrir að fjögur íslensk félagslið taka þáttí Evrópumótum félagsliða í handknattleik á næsta keppnistímabili.

Frestur til skráningar hjá Handknattleikssambandi Evrópu, EHF, rann út á þriðjudaginn nema í Meistaradeild Evrópu þar sem fresturinn rann út mánuði fyrr. EHF birtir lista yfir þátttökuliðin í hverri keppni næsta þriðjudag. Fljótlega eftir það verður dregið til fyrstu umferða.

Þrjú karlalið hafa skráð sig til leiks, Íslands-, bikar- og deildarmeistarar ÍBV, Selfoss og FH, auk eins kvennaliðs, en deildarmeistarar Vals verða með í Áskorendakeppni Evrópu að þessu sinni.

Íslandsmeistarar Fram í kvennaflokki verða ekki með en einnig áttu Haukar og ÍBV möguleika á að senda kvennalið til keppni en gera ekki. Sömu sögu er að segja af karlaliði Fram, sem gat verið með sem silfurlið bikarkeppninnar í karlaflokki. Það tekur heldur ekki þátt í leppninni.

Karlaliðin þrjú verða öll með í EHF-keppninni, þeirri sömu og FH-ingar voru með í á síðustu leiktíð og voru hársbreidd frá sæti í 16-liða úrslitum.

Ekki liggur fyrir hvort íslensku liðin fjögur verði með frá fyrstu umferð en leiða má líkum að því að Íslandsmeistarar ÍBV sitji a.m.k. yfir í fyrstu umferð EHF-keppninnar.

Ekkert íslenskt félagslið óskaði eftir þátttöku í Áskorendakeppni Evrópu í karlaflokki. Íslensk félagslið hafa komist í undanúrslit Áskorendakeppninnar síðustu tvö ár og fallið úr leik fyrir sama liðinu bæði árin. Fyrst Valur og síðan ÍBV.

Sjá alla greinina í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert