Meistararnir reyndust of sterkir

Úr leiknum í dag.
Úr leiknum í dag. HSÍ

Íslenska karlalandsliðið í handknattleik skipað leikmönnum 20 ára og yngri mátti þola þungt tíu marka tap, 30:20, gegn heims- og Evrópumeisturum Frakklands en leikið var í Strassburg. Strákarnir okkar eru í óðaönn að undirbúa sig fyrir Evrópumeistaramótið í Slóveníu sem hefst á fimmtudaginn kemur.

Jafnræði var með liðunum lengi vel en skömmu fyrir hálfleik fékk Sveinn Andri Sveinsson rautt spjald en dómurinn þótti ansi vafasamur. Frakkarnir gengu í framhaldinu á lagið og lönduðu á endanum öruggum tíu marka sigri. Liðin gerðu 30:30 jafntefli sín á milli í fyrradag.

Orri Þorkelsson var markahæstur Íslendinga með sex mörk og á eftir honum kom Elliði Snær Viðarsson.

Fyrsti leikur Íslands á EM verður gegn Rúmeníu á fimmtudaginn kemur.

Elliði Snær Viðarsson skoraði fjögur mörk í dag.
Elliði Snær Viðarsson skoraði fjögur mörk í dag. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert