Jóhann Reynir til Gróttu

Jóhann Reynir handsalar samninginn við Gróttu.
Jóhann Reynir handsalar samninginn við Gróttu. Ljósmynd/Grótta

Handknattleiksmaðurinn Jóhann Reynir Gunnlaugsson er genginn í raðir Gróttu og hefur skrifað undir tveggja ára samning við Seltjarnarnesliðið.

Jóhann Reynir hefur spilað í Danmörku tvö síðustu árin, fyrst með Lemvig og svo Randers en hann er uppalinn hjá Víkingi og lék með liðinu áður en hann hélt út til Danmerkur.

Grótta hafnaði í 9. sæti í Olís-deildinni á síðustu leiktíð. Einar Jónsson er tekinn við þjálfun liðsins en hann hefur stýrt liði Stjörnunnar í Garðabæ undanfarin ár.

mbl.is