Liðsstyrkur til Stjörnunnar

Inga Steinunn Björgvinsdóttir, formaður mfl.ráðs kvenna, handsalar samninga við þær ...
Inga Steinunn Björgvinsdóttir, formaður mfl.ráðs kvenna, handsalar samninga við þær Laufeyju Ástu og Elísabetu. Ljósmynd/Stjarnan

Kvennalið Stjörnunnar í handbolta heldur áfram að styrkja sig fyrir átökin í Olís-deildinni á næstu leiktíð.

Fyrr í sumar gekk markvörðurinn Guðrún Maríasdóttir til liðs við Garðabæjarliðið frá Fram. Auk Guðrúnar hefur Stjarnan fengið línumanninn Elísabetu Gunnarsdóttur frá Fram en hún lék áður með Garðabæjarliðinu og þá hefur Laufey Ásta Guðmundsdóttir samið við Stjörnuna. Hún kemur frá Gróttu og er að koma úr barneignarfríi.

mbl.is