Nökkvi Dan búinn að semja við Arendal

Nökkvi Dan Elliðason er á leið til Noregs.
Nökkvi Dan Elliðason er á leið til Noregs. mbl.is/Haraldur Jónasson / Hari

Handboltamaðurinn Nökkvi Dan Elliðason er búinn að semja við norska úrvalsdeildarfélagið Arendal, silfurlið Noregs frá því á síðustu leiktíð. Vísir.is greindi frá í dag.

Nökkvi, sem er uppalinn Eyjamaður, gekk í raðir Gróttu árið 2016 og hefur hann spilað á Seltjarnarnesi síðustu tvö tímabil, en hann er aðeins 19 ára gamall. 

Leikmaðurinn hefur verið að glíma við meiðsli að undanförnu og spilaði hann aðeins 13 leiki fyrir Gróttu síðasta vetur. 

mbl.is