Strákarnir burstaðir í fyrsta leik

Sveinn Jóhannsson skoraði þrjú mörk í dag.
Sveinn Jóhannsson skoraði þrjú mörk í dag. mbl.is/Árni Sæberg

Íslenska karlalandsliðið í handknattleik skipað leikmönnum 20 ára og yngri fékk skell í fyrsta leik á Evrópumeistaramótinu sem fram fer í Slóveníu. Liðið tapaði 29:19-gegn Rúmeníu.

Leikurinn var ójafn strax frá byrjun og var munurinn strax tíu mörk í hálfleik, 15:5, og hélst hann nokkurnveginn út allan síðari hálfleikinn.

Orri Þorkelsson, Sveinn Jóhannsson og Pétur Hauksson voru markahæstir í íslenska liðinu, allir með þrjú mörk. Daníel Griffin, Friðrik Hólm Jónsson og Sigþór Jónsson skoruðu svo tvö hvor um sig.

Ísland er einnig í riðli með Þýskalandi og Svíþjóð sem gerðu 22:22-jafntefli í morgun. Ísland mætir Svíþjóð klukkan 13 á morgun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert