Strákarnir skelltu Serbum í lokaleiknum

Pétur Árni Hauksson var markahæstur íslensku strákanna í dag með ...
Pétur Árni Hauksson var markahæstur íslensku strákanna í dag með 9 mörk. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ísland hafnaði í sjöunda sæti Evrópumóts karla 20 ára og yngri í handknattleik eftir sigur á Serbíu, 30:27, í lokaleik sínum á mótinu í Slóveníu í morgun.

Íslenska liðið var yfir í hálfleik, 13:12, og landaði sætum sigri en liðin gerðu jafntefli í milliriðli mótsins.

Pétur Árni Hauksson skoraði 9 mörk, Sigþór Jónsson 6, Arnar Guðmundsson 4, Birgir Már Birgisson 3, Orri Þorkelsson 2, Sveinn Jóhannsson 2, Úlfur Kjartansson 1, Elliði Snær Viðarsson 1, Friðrik Hólm Jónsson 1 og Andri Scheving markvörður 1.

mbl.is