Góður íslenskur sigur í fyrsta leik

Dagur Gautason og Haukur Þrastarson spiluðu vel.
Dagur Gautason og Haukur Þrastarson spiluðu vel.

Íslenska karlalandsliðið í handbolta skipað leikmönnum 18 ára og yngri fór vel af stað á Evrópumótinu í Króatíu og vann 25:20-sigur á Póllandi í fyrsta leik í dag. Staðan í hálfleik var 12:9. 

Eftir jafna byrjun komst Ísland í 6:3 og náðu Pólverjar ekki að jafna leikinn eftir það. Dagur Gautason gerði níu mörk fyrir íslenska liðið og þeir Haukur Þrastarson og Eiríkur Guðni Þórarinsson fjögur hvor. 

Íslenska liðið leikur við það sænska á morgun, en Svíþjóð vann öruggan 29:21-sigur á Slóveníu í sínum fyrsta leik í dag. 

mbl.is