Ísland vann riðilinn með fullt hús stiga

Arnar Máni Rúnarsson, Tjörvi Týr Gíslason og Stiven Tobar Valencia. …
Arnar Máni Rúnarsson, Tjörvi Týr Gíslason og Stiven Tobar Valencia. Leikmenn Íslands í leiknum gegn Slóveníu í dag. Ljós­mynd/​m18euro2018.com

Íslenska landsliðið í hand­bolta skipað leik­mönn­um 18 ára og yngri vann flott­an 28:24-sig­ur á Slóveníu í þriðja leik sín­um á EM í Króa­tíu í dag. Ísland er þar með með fullt hús stiga eft­ir þrjá leiki.

Íslenska liðið hafði yfirhöndina frá fyrstu mínútu og var komið í sjö marka forystu í hálfleik, 15:8. Haukur Þrastarson var frábær í leiknum, skoraði 12 mörk og var valinn maður leiksins.

Ísland vinnur því D-riðil af miklu öryggi og fer í milliriðil með tveimur efstu liðum C-riðils en ekki liggur enn fyrir hver þau verða. Þjóðverjar og Spánverjar eru efstir þar en leikir riðilsins verða spilaðir síðar í dag. Með Íslandi fer Svíþjóð áfram úr D-riðli.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert