Ísland vann Króatíu og leikur til úrslita

Íslenska karlalandsliðið í handbolta skipað leikmönnum 18 ára og yngri leikur til úrslita á Evrópumótinu í Króatíu eftir 30:26-sigur á heimamönnum í dag. 

Ísland fór vel af stað og náði 11:7 forskoti, en Króatar bitu frá sér og var staðan í hálfleik 13:12. Íslenska liðið var hins vegar yfir allan seinni hálfleik. Króatar náðu nokkrum sinnum að minnka muninn í eitt mark, m.a. í stöðunni 20:19. 

Íslenska liðið var hins vegar betra á lokakaflanum og sigldi nokkuð öruggum sigri í hús. Eins og oft áður lék Haukur Þrastarson afar vel og gerði tíu mörk og Dagur Gautason skoraði sex. 

Ísland leikur við Svíþjóð í úrslitaleik á sunnudaginn kemur kl. 15:30 að íslenskum tíma. Ísland vann 29:24-sigur á Svíum í riðlakeppninni. Svíþjóð vann Danmörk, 31:22, í hinum undanúrslitaleiknum fyrr í dag. 

Haukur Þrastarson skýtur að marki Króata í dag. Hann skoraði …
Haukur Þrastarson skýtur að marki Króata í dag. Hann skoraði tíu mörk. Ljósmynd/m18euro2018.com
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert