Vita hvað þarf til að vinna

Arnar Máni Rúnarsson, Eiríkur Guðni Þórarinsson og Stiven Tobar Valencia ...
Arnar Máni Rúnarsson, Eiríkur Guðni Þórarinsson og Stiven Tobar Valencia eru í 18 ára landsliðinu. Ljósmynd/Magnús Kári

„Fram til þessa hefur gengið afar vel og þar af leiðandi hefur verið mjög gaman hjá okkur,“ sagði Heimir Ríkarðsson, þjálfari 18 ára landsliðs Íslands í handknattleik karla en liðið er komið í undanúrslit á Evrópumótinu sem stendur yfir í Króatíu. Í kvöld leika íslensku piltarnir við lið heimamanna í undanúrslitum.

„Það er ágætt að halda upp á fimmtán ára afmæli titilsins með öðrum, er það ekki,?“ svaraði Heimir léttur í bragði þegar hann var spurður hvort til stæði að stýra liðinu til sigurs á mótinu. Hann var einnig þjálfari U18 ára landsliðsins sem varð Evrópumeistari fyrir hálfum öðrum áratug.

„Það er að minnsta kosti mikill hugur í drengjunum. Þeir vita hvað þarf til þess að vinna,“ sagði Heimir en benti jafnframt á að leikmenn og stjórnendur liðsins væru með báða fætur á jörðinni þrátt fyrir að upphaflegt markmið sé fyrir nokkru í höfn en það snerist um að komast í átta liða úrslit mótsins og tryggja Íslandi þar með beinan þátttökurétt á næsta EM og HM.

Heimir segir að allt verði lagt í sölurnar í viðureigninni við lið heimamanna í kvöld. Sæti í úrslitaleik mótsins sé í húfi. „Króatíska liðið er skipað hávöxnum og líkamlega sterkum leikmönnum. Stemningin virðist gríðarlega góð innan þeirra hóps. Við verðum að vera mjög klókir í okkar leik til þess að eiga möguleika á að vinna. Varnarleikurinn verður að vera í sama gæðaflokki og fyrri leikjum okkar í mótinu og hraðaupphlaupin verða að skila sér. Þar á ofan verða menn að sýna þolinmæði í sóknarleiknum, gefa sér tíma til þess að draga vörn króatíska liðsins vel í sundur,“ sagði Heimir og bætti við.

Viðtalið við Heimi má sjá í heild sinni í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »