Haukur valinn besti leikmaður mótsins

Dagur Gautason og Haukur Þrastarson með verðlaun sín eftir leikinn …
Dagur Gautason og Haukur Þrastarson með verðlaun sín eftir leikinn í dag. Ljósmynd/HSÍ

Haukur Þrastarson var valinn besti leikmaður Evrópumeistaramóts 18 ára og yngri í handknattleik í Króatíu eftir að Ísland tapaði í úrslitaleik mótsins, 32:27, gegn Svíþjóð í dag.

Haukur skoraði 47 mörk í sex leikjum, þar af tíu í sigri á heimamönnum í Króatíu í undanúrslitunum. Þá var Dagur Gautason valinn besti vinstri hornamaður mótsins en allt íslenska liðið stóð sig ótrúlega vel á mótinu.

Ísland vann alla þrjá leiki sína í riðlakeppninni; 25:20 gegn Póllandi, 29:24 gegn Svíþjóð og 28:24 gegn Slóven­íu. Liðið vann svo Þjóðverja í 8 liða úrslitum, 23:22, og þar næst heimamenn í Króatíu í undanúrslitunum 30:26 áður en það tapaði gegn Svíum í lokaleiknum í dag og fékk því silfrið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert