Af stað eftir heilahristing (myndskeið)

Aron Rafn Eðvarðsson, landsliðsmarkvörður í handbolta, hefur ekki getað tekið þátt í upphafi tímabilsins í þýsku B-deildinni með sínu nýja liði HSV Hamburg. Aron fékk heilahristing fyrir þremur vikum en gat æft með liðinu á nýjan leik í gær.

„Við verðum svo að sjá til hvernig hann bregst við álaginu,“ segir Torsten Jansen, þjálfari Hamburg, við Hamburger Abendblatt, og bætir við að höfuðmeiðsli séu ávallt mjög viðkvæm. Því sé ekki hægt að segja nú hvort Aron verður með gegn Ferndorf á sunnudaginn.

Hann missti af fyrsta leik tímabilsins en þá tapaði Hamburg fyrir Oddi Gretarssyni og félögum í Balingen, 32:29. Oddur nýtti sér fjarveru Arons og skoraði 12 mörk framhjá markverði Hamburg í leiknum.

Aron Rafn Eðvarðsson.
Aron Rafn Eðvarðsson. mbl.is/Kristinn Magnússon
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert