Fyrstu vikurnar algjört helvíti

Aron Rafn Eðvarðsson.
Aron Rafn Eðvarðsson. Ljósmynd/Sigfús Gunnar

„Ég er allur að koma til og verð betri með hverjum deginum,“ sagði Aron Rafn Eðvarðsson, landsliðsmarkvörður í handknattleik og leikmaður þýska liðsins HSV Hamburg í gær.

Aron Rafn hefur ekkert getað æft eða leikið handknattleik í nærri fjórar vikur eftir að hafa fengið heilahristing í æfingaleik.

Aron Rafn fékk fast skot af um eins metra færi í höfuðið frá Vuko Borozan, leikmanni Vardar, sem komst einn gegn Aroni.

„Ég stóð upp eftir skotið en eftir um fimm mínútur fór ég að finna fyrir einkennum heilahristingsins. Þá má segja að allt hafi farið í rugl hjá mér. Fyrstu tvær vikurnar á eftir voru algjört helvíti með hausverk, svima og ógleði,“ sagði Aron Rafn sem m.a. þurfti helst að vera innilokaður í myrkvuðu herbergi vegna þess að hann þoldi ómögulega í birtu, hún erti upp höfuðverkinn.

Aron Raf segist hafa gert tilraun til þess að hjóla á þrekhjóli fyrir hálfri annarri viku en eftir aðeins hálfa aðra mínútu gaus höfuðverkurinn upp á nýjan leik. „Hvíld er það eina sem virkar,“ sagði Aron Rafn er veit ekki hvenær hann getur byrjað að æfa af krafti á ný. Tíminn verði að leiða það í ljós. Hann segir það m.a. vera í höndum sínum og lækna. Aron Rafn segir að það hafi komið til umræðu í samtali við lækni að hann æfi eða jafnvel leiki með höfuðhjálm eða svampband til að verja höfuðið þegar fram í sækir. Málin skýrist þegar fram í sækir.

Upptöku af atvikinu þegar Borozan kastaði boltanum í höfuð Arons Rafn er að finn á mbl.is/sport.

Sjá allt viðalið við Aron í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert