Arnór bætir við á toppi markalistans

Arnór Þór Gunnarsson fagnar marki með Bergischer.
Arnór Þór Gunnarsson fagnar marki með Bergischer. Ljósmynd/www.bhc06.de

Arnór Þór Gunnarsson hefur byrjað leiktíðina í þýsku 1. deildinni í handbolta af miklum krafti og er þar markahæstur með 28 mörk úr fyrstu þremur leikjunum.

Arnór skoraði sex mörk í gær, þar af þrjú úr vítum, í öðrum sigri nýliða Bergischer á leiktíðinni, 35:26 gegn Erlangen.

Arnór Þór hefur skorað að meðaltali 9,3 mörk og hefur skorað 7 mörkum meira en næst markahæsti leikmaður þýsku 1. deildarinnar.