Góð byrjun Janusar og Ómars

Janus Daði Smárason átti fínan leik.
Janus Daði Smárason átti fínan leik. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Janus Daði Smárason og Ómar Ingi Magnússon fara vel af stað með Aalborg í dönsku A-deildinni í handbolta. Liðið lagði Skanderborg á útivelli í dag, 30:36, og litu fimm íslensk mörk dagsins ljós í leiknum. 

Janus var afar öruggur í sínum aðgerðum og skoraði fjögur mörk í fjórum skotum en Ómar Ingi skoraði eitt í tveimur skotum. Aalborg er með fullt hús stiga eftir tvo leiki eins og Íslendingaliðin GOG og Hostebro. 

mbl.is