Talsverðar breytingar í Safamýri

Guðmundur Helgi Pálsson þjálfari Framara.
Guðmundur Helgi Pálsson þjálfari Framara. Ljósmynd/Sigfús Gunnar

Framarar hafa ekki þótt líklegir til stórræðanna undanfarin ár á Íslandsmótinu.

Þeir hafa hins vegar blásið á allar spár og seiglast áfram undir stjórn Guðmundar Helga Pálssonar, sem hefur undirstrikað hæfileika sína sem þjálfara og styrkst við hverja raun eins og leikmenn. Skýrasta dæmið var þegar Fram komst í undanúrslit Íslandsmótsins fyrir vorið 2017.

Enn eitt árið er reiknað með að Fram-liðið verði í baráttunni við að forðast fall úr deildinni og tilheyri hópi þeirra fjögurra neðstu ef marka má spá þjálfara, fyrirliða og formanna liðanna í Olísdeildinni.

Nokkur uppstokkun hefur orðið í leikmannahópnum í Safamýri frá síðustu leiktíð. Af þeim sem fóru þaðan í sumar má helstan telja aðalmarkaskorara liðsins undanfarin tvö ár, Arnar Birkir Hálfdánsson, sem flutti til Danmerkur í sumar og gekk til liðs við úrvalsdeildarliðið SönderjyskE.

Meðal þeirra sem gengið hafa til liðs við félagið má nefna varnarmanninn sterka Ægi Hrafn Jónsson, bræðurna Þorgrím Smára og Lárus Helga Ólafssyni, örvhenta Eyjamanninn Svavar Kára Grétarsson, Bjarka Lárusson og Stefán Darra Þórsson. Sá síðarnefndi er nánast alinn upp í íþróttahúsi Fram en steig hliðarskref fyrir tveimur árum og spreytti sig með Stjörnunni. Örvhenti hornamaðurinn Arnar Snær Magnússon er einnig kominn í herbúðir Framara frá Fjölni eins og Bjarki. Eins munar eflaust miklu að Þorgeir Bjarki Davíðsson mætir til leiks á ný eftir hafa slítið krossband í hné um miðjan október í fyrra. Þorgeir lék afar vel með Fram-liðinu leiktíðina 2016/2017.

Sjá alla grein­ina um Fram í íþrótta­blaði Morg­un­blaðsins í dag en næstu daga er fjallað um liðin í Olís-deild karla í hand­knatt­leik

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »