Uppstokkun innan vallar sem utan

Einar Jónsson er tekinn við þjálfun Gróttu.
Einar Jónsson er tekinn við þjálfun Gróttu. mbl.is/Eggert

Grótta átti erfitt uppdráttar á síðasta keppnistímabili eftir þjálfaraskipti og talsverðar breytingar á leikmannahópnum auk þess sem lykilmenn voru talsvert frá vegna meiðsla, ekki síst í upphafi leiktíðar.

Ekki er útilokað að lið Seltirninga verði áfram í basli í hópi liðanna í neðri hluta deildarinnar. Talsverðar breytingar hafa orðið á leikmannahópnum auk þess sem nýr þjálfari er í brúnni, Einar Jónsson. Hann tók við í sumar af Kára Garðarssyni, sem festi sig ekki í sessi eftir andstreymi síðustu leiktíðar. Fróðlegt verður að sjá hvernig Einari vegnar að koma saman bærilegu liði hjá Gróttu. Meðal þeirra sem bæst hafa í hópinn er Jóhann Reynir Gunnlaugsson, sem kemur frá Randers í Danmörku. Jóhann Reynir þekkir vel til hér heima enda lék hann stórt hlutverk hjá Víkingi veturinn 2016/2017 og hafði áður gert garðinn frægan hjá HK.

Haukamaðurinn Leonharð Þorgeir Harðarson var aftur lánaður til Gróttu, en hann var í herbúðum liðsins að láni frá Hafnarfjarðarliðinu 2016/2017 og skilaði sínu farsællega. Einnig komu Alexander Jón Másson frá Val og Sigfús Páll Sigfússon sem síðast var í Fjölni. Sigfús Páll var talsvert frá keppni í fyrra vegna meiðsla. Hvernig ástandið á honum er núna er óvíst. Ágúst Emil Grétarsson gekk einnig til liðs við Gróttu frá ÍBV í sumar. Ágúst Emil lék ekki stórt hlutverk hjá ÍBV á síðasta tímabili.

Sjá alla greinina um Gróttu í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag en næstu daga er fjallað um liðin í Olís-deild karla í handknattleik

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert