Mikil blóðtaka hjá FH-ingum í sumar

Gísli Þorgeir Kristjánsson er gengin í raðir Kiel.
Gísli Þorgeir Kristjánsson er gengin í raðir Kiel. mbl.is/,Kristinn Magnússon

Undanfarin tvö keppnistímabil vantaði herslumuninn upp á hjá FH-ingum að vinna Íslandsmeistaratitilinn. Liðið lék til úrslita á báðum tímabilum en laut í lægra haldi, fyrst fyrir Val og síðan fyrir ÍBV í vor sem leið.

Fyrra tímabilið, 2016/2017, varð FH deildarmeistari og í vor varð það jafnt að stigum og Selfoss og ÍBV en síðarnefnda liðið hafði betur vegna innbyrðisúrslita þegar deildarkeppnin varð gerð upp. Nær er varla hægt að vera. FH-ingar verða vafalítið í fremstu röð í vetur en eru hins vegar ekki eins sigurstranglegir og síðustu ári. Ástæðan er einföld og hún er sú að fá lið hafa orðið fyrir annarri eins blóðtöku í sumar og FH. Með fullri virðingu fyrir þeim sem fylla skörð þeirra sem koma í staðinn vantar nokkuð upp á að þeir sem komu standi þeim á sporði sem fóru, að minnsta kosti eins og geta þeirra er á þessari stundu.

Gísli Þorgeir Kristjánsson, eitt mesta efni sem komið hefur fram hér á landi á síðustu árum í handboltanum, fór til Kiel. Einn allra besti hægri hornamaður landsins og fremsti hraðaupphlaupsmaður deildarinnar, Óðinn Þór Ríkharðsson, samdi við GOG í Danmörku. Landsliðsmarkvörðurinn Ágúst Elí Björgvinsson er nú leikmaður Sävehof í Svíþjóð. Ísak Rafnsson, einn besti varnarmaður deildarinnar og skytta góð þegar sá gállinn er á honum, leikur í vetur með Schwaz frá Týról í Austurríki.

Sjá alla grein­ina um FH og fleiri lið i Olís-deild karla í handknattleik í íþrótta­blaði Morg­un­blaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »