Rúnar er í liði umferðarinnar

Rúnar Kárason í landsleik.
Rúnar Kárason í landsleik. mbl.is/Kristinn Magnússon

Handknattleiksmaðurinn Rúnar Kárason fer vel af stað með Ribe Esbjerg í danska handknattleiknum en hann gekk til liðs við félagið í sumar eftir nokkurra ára veru í Þýskalandi.

Rúnar var valinn í lið annarrar umferðar í dönsku úrvalsdeildinni sem lauk í fyrrakvöld eftir að hafa farið á kostum og skorað m.a. átta mörk í naumu tapi Ribe Esbjerg fyrir Bjerringbro/Silkeborg, 32:31, á heimavelli. Rúnar er eini Íslendingurinn í liði umferðarinnar að þessu sinni en alls leika 11 íslenskir handknattleiksmenn í dönsku úrvalsdeildinni á þessari leiktíð. 

Auk þess var Rúnar valinn maður leiksins í leikslok. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert