Rúnari er ætlað að rífa upp Stjörnuliðið

Rúnar Sigtryggsson þjálfari Stjörnunnar.
Rúnar Sigtryggsson þjálfari Stjörnunnar. Ljósmynd/BERNARD MOSCHKON

Árangur Stjörnunnar tvö síðustu keppnistímabil í efstu deild karla hefur vafalítið verið forráðamönnum og stuðningsmönnum liðsins vonbrigði.

Fyrir tveimur árum má segja að Stjarnan hafi sloppið með skrekkinn í fallbaráttu og í fyrra var eflaust stefnt hærra en á sjöunda sætið, sem varð niðurstaðan. Í framhaldinu var þátttaka Stjörnunnar snubbótt í úrslitakeppni þar sem liðið féll úr leik strax í átta liða úrslitum fyrir Selfossi án sigurs eftir tvö tapleiki.

Í vor var ákveðið að framlengja ekki samning við Einar Jónsson þjálfara til þriggja ára og fá nýjan mann við stjórnvölinn. Fyrir valinu varð Akureyringurinn Rúnar Sigtryggsson, margreyndur þjálfari og landsliðsmaður í handknattleik á árum áður.

Rúnar býr yfir mikill reynslu eftir að hafa þjálfað síðustu sex ár í Þýskalandi og verið áður árum saman þjálfari Akureyrar handboltafélags á upphafsárum félagsins á síðari hluta síðasta áratugar. Rúnar fær það vandasama hlutverk að lyfta Stjörnunni ofar og helst koma liðinu í allra fremstu röð. Verður fróðlegt að sjá hvernig honum tekst til. Kröfurnar eru svo sannarlega fyrir hendi í Garðabæ. Forráðamenn Stjörnunnar voru rólegir á leikmannamarkaðnum í sumar sé tekið mið af síðustu árum. Markvörðurinn Sigurður Ingiberg Ólafsson kom til baka til félagsins eftir nokkurra ára veru hjá Val. Sigurður leysir Lárus Gunnarsson af hólmi og á að mynda öflugt markvarðapar með Sveinbirni Péturssyni, sem staðið hefur í marki Stjörnunnar undanfarin tvö ár.

Á dögunum var tilkynnt að Árni Þór Sigtryggsson, bróðir Rúnars þjálfara, væri kominn til liðs við Stjörnuna sem leikmaður og aðstoðarþjálfari. Árni Þór flutti heim fyrir ári eftir sjö ára veru í Þýskalandi og lék með Val og síðar Haukum á síðasta keppnistímabili.

Sjá alla grein­ina um Stjörnuna og fleiri lið Olís-deild karla í hand­knatt­leik í íþrótta­blaði Morg­un­blaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert