Kröfurnar eru fyrir hendi á Ásvöllum

Þegar Tjörvi Þorgeirsson leikur vel þá hefur lið Hauka náð ...
Þegar Tjörvi Þorgeirsson leikur vel þá hefur lið Hauka náð árangri. Tjörvi lengi verið í leiðtogahlutverki. mbl.is/Árni Sæberg

Haukar eru sigursælasta liðið í handknattleik karla hér á land á þessari öld og fyrir vikið verið öðrum fyrirmynd hvernig skuli unnið við og haldið saman liði sem getur verið í titlabaráttu ár eftir ár.

Haukar, eins og annað sigursælt lið Valur, bætti ekkert í bikarasafn karlaliðsins á síðustu leiktíð. Eftir að hafa unnið Íslandsmeistaratitilinn tvö ár í röð 2015 og 2016, hefur árangur liðsins tvö síðustu keppnistímabil valdið stuðningsmönnum og stjórnendum Hauka vonbrigðum. Varla sætta Ásvallabændur sig við að ganga tómhentir frá þriðja keppnistímabilinu í röð?

Gunnar Magnússon heldur um stjórntaumana hjá liði Hauka þriðju leiktíðina í röð samhliða starfi sínu sem aðstoðarlandsliðsþjálfari.

Greinin í heild er í Morgunblaðinu í dag og þar er fjallað um liðin sem talið er að endi í fjórum efstu sætum Olísdeildar karla.

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »