Mikil uppstokkun á meistaraliði

Kári Kristján Kristjánsson línumaður Íslandsmeistara ÍBV verður að vanda í …
Kári Kristján Kristjánsson línumaður Íslandsmeistara ÍBV verður að vanda í stóru hlutverki. mbl.is/Sigfús Gunnar Guðmundsson

Eins og mörgum er eflaust í fersku minni þá stóð enginn Eyjamönnum á sporði á síðasta keppnistímabili. Eftir vonbrigðin leiktíðina 2016/2017 hirtu þeir sigurlaun í stóru mótunum á síðasta keppnistímabili.

ÍBV varð deildarmeistarar eftir dramatíska lokaumferð Olís-deildarinnar, vann bikarkeppnina og loks Íslandsmótið eftir fjöruga úrslitakeppni. Auk þess komst ÍBV í undanúrslit í Áskorendakeppni Evrópu.

Breytingar hafa orðið á harðsnúnu liði ÍBV frá síðasta keppnistímabili. Í fyrsta lagi tók Erlingur Richardsson við þjálfun af Arnari Péturssyni. Erlingur er þrautreyndur þjálfari, jafnt utanlands sem innan. Sér til aðstoðar hefur hann Kristin Guðmundsson. Þeir störfuðu saman hjá HK um árabil með framúrskarandi árangri. Í öðru lagi sáu Eyjamenn á bak sterkum mönnum eins og Agnari Smára Jónssyni, Róberti  roni Hostert og báðum helstu markvörðum sínum, Aroni Rafni Eðvarðssyni og Stephen Nielsen.

Greinin í heild er í Morgunblaðinu í dag og þar er fjallað um liðin sem talið er að endi í fjórum efstu sætum Olísdeildar karla.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert