Miklar væntingar til þeirra ungu

Einar Sverrisson fór á kostum með Selfoss-liðinu í úrslitakeppninni í ...
Einar Sverrisson fór á kostum með Selfoss-liðinu í úrslitakeppninni í vor sem leið. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Selfossliðið, undir stjórn Patreks Jóhannessonar, sló í gegn á síðasta keppnistímabili í Olísdeild karla í handknattleik. Liðið var að uppistöðu til skipað ungum leikmönnum sem höfðu æft og leikið upp í gegnum yngri flokka félagsins.

En sú var ekki ástæðan fyrir því að liðið sló í gegn heldur mikið frekar að liðið lék afar vel, svo vel að það var hársbreidd frá því að verða deildarmeistari þegar upp var staðið. Ungir leikmenn sem fæstir þekktu léku skemmtilegan handbolta og sumir þeirra bönkuðu á dyr landsliðsins í framhaldinu.

Selfoss komst upp í Olísdeildina vorið 2016 eftir nokkurra ára veru í deildinni fyrir neðan. Strax á fyrsta árið hafnaði liðið í 5. sæt í deildinni undir stjórn Stefáns Árnasonar en féll úr leik í 8 liða úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn.

Greinin í heild er í Morgunblaðinu í dag og þar er fjallað um liðin sem talið er að endi í fjórum efstu sætum Olísdeildar karla.

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »