Ólafur með sjö mörk í fyrsta sigrinum

Ólafur Gústafsson skoraði sjö mörk.
Ólafur Gústafsson skoraði sjö mörk. Ljósmynd/kif.dk

Ólafur Gústafsson hefur farið vel af stað með Kolding á leiktíðinni í danska handboltanum og skoraði hann sjö mörk í 29:27-sigri á Ringsted á heimavelli í dag. Sigurinn var sá fyrsti hjá Kolding á leiktíðinni og er liðið með þrjú stig í sjöunda sæti af 14 liðum. 

Óðinn Þór Ríkharðsson skoraði þrjú mörk fyrir GOG sem lagði Mors-Thy að velli á útivelli 30:25. GOG hefur farið vel af stað og verma Óðinn og félagar toppsæti deildarinnar með fullt hús stiga eftir þrjá leiki. 

Dönsku meistararnir í Skjern unnu 33:29-útisigur á Bjerringbro/Silkeborg. Björgvin Páll Gústavsson náði ekki að verja skot í marki Skjern og Tandri Már Konráðsson skoraði ekki. Skjern er í fimmta sæti með fjögur stig. 

mbl.is