Aron og félagar skoruðu 50 mörk

Aron Pálmarsson.
Aron Pálmarsson. Ljósmynd/Barcelona

Aron Pálmarsson og samherjar hans í spænska meistaraliðinu Barcelona skoruðu 50 mörk í sínum fyrsta leik í spænsku 1. deildinni í handknattleik í morgun.

Barcelona, sem hefur hampað spænska meistaratitlinum átta ár í röð, sótti Alcobendas heim og vann stórsigur, 50:24, eftir að haft 26:11 forystu í hálfleik.

Aron skoraði eitt mark í leiknum úr þremur skotum en Casper Ulrich Mortensen og Aleix Gómez Abelló voru markahæstir í liði Börsunga með sjö mörk hvor.

mbl.is