Keppni í Olís-deild karla hefst í dag

Eyjamenn hefja titilvörnina í dag en hér er þjálfarinn Erlingur ...
Eyjamenn hefja titilvörnina í dag en hér er þjálfarinn Erlingur Richardsson og línumaðurinn Kári Kristján Kristjánsson. Ljósmynd/Sigfús Gunnar

Keppni í Olís-deild karla í handknattleik hefst í dag með þremur leikjum en 1. umferðinni lýkur ekki fyrr en á miðvikudag vegna þátttöku FH og Selfoss í EHF-keppninni en bæði lið komust í gær áfram úr 1. umferð forkeppninnar.

Leikir dagsins í Olís-deildinni:

16.00 ÍBV  Grótta
18.00 Fram  Valur
19.30 Stjarnan  Afturelding

Annað kvöld er Akureyrarslagur þegar KA og Akureyri eigast við og á miðvikudaginn lýkur svo 1. umferðinni með Hafnarfjarðarslag Hauka og FH og leik ÍR og Selfoss.

mbl.is