Ömmubarn Sigríðar í A-landsliðið

Rut Jónsdóttir snýr aftur í A-landsliðið.
Rut Jónsdóttir snýr aftur í A-landsliðið. mbl.is/Styrmir Kári

Axel Stefánsson hefur valið 21 leikmann í A-landsliðshóp Íslands í handbolta kvenna fyrir tvo vináttulandsleiki við Svía sem fram fara í Schenker-höllinni í Hafnarfirði 27. og 29. september.

Í leikmannahópnum er meðal annars nýliðinn Sigríður Hauksdóttir úr HK en bæði amma hennar og mamma voru á sínum tíma landsliðsfyrirliðar. Amman og nafna HK-ingsins er Sigríður Sigurðardóttir, íþróttamaður ársins 1964 og meðlimur í Heiðurshöll ÍSÍ, og mamman er Guðríður Guðjónsdóttir sem lék 80 landsleiki á sínum ferli.

Auk Sigríðar er Berglind Þorsteinsdóttir einnig nýliði. Berglind er liðsfélagi Sigríðar úr HK og var í U20-landsliðinu sem varð í 10. sæti á HM í sumar.

Sigríður Hauksdóttir, t.v., fær tækifæri með A-landsliðinu.
Sigríður Hauksdóttir, t.v., fær tækifæri með A-landsliðinu. Ljósmynd/HK

Af öðrum leikmönnum má nefna að Rut Jónsdóttir snýr aftur í landsliðið eftir að hafa eignast barn fyrr á þessu ári. Steinunn Björnsdóttir, Hildigunnur Einarsdóttir og Guðrún Ósk Maríasdóttir gáfu ekki kost á sér.

Leikmannahópurinn:

Markmenn

Guðný Jenný Ásmundsdóttir, ÍBV

Hafdís Renötudóttir, Boden

Elín Jóna Þorsteinsdóttir, Vendsyssel Håndb.

Vinstra horn

Steinunn Hansdóttir, Horsens HH

Sigríður Hauksdóttir, HK

Vinstri skytta

Andrea Jacobsen, Kristianstad

Helena Rut Örvarsdóttir, Byåsen

Lovísa Thompson, Valur

Ragnheiður Júlíusdóttir, Fram

Miðjumenn

Ester Óskarsdóttir, ÍBV

Eva Björk Davíðsdóttir, Ajax      

Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir, Selfoss

Karen Knútsdóttir, Fram

Hægri skytta

Díana Dögg Magnúsdóttir, Valur

Rut Jónsdóttir, Esbjerg

Thea Imani Sturludóttir, Volda

Hægra horn

Þórey Anna Ásgeirsdóttir, Stjarnan

Þórey Rósa Stefánsdóttir, Fram              

Línumenn

Arna Sif Pálsdóttir, ÍBV

Perla Ruth Albertsdóttir, Selfoss

Varnarmaður

Berglind Þorsteinsdóttir, HK

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert