Vignir og félagar skelltu meisturunum

Vignir Svavarsson.
Vignir Svavarsson. Ljósmynd/Foto Olimpik

Vignir Svavarsson og félagar hans í Tvis Holstebro skelltu meisturum Skjern á útivelli 37:30 þegar liðin áttust við í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik í dag.

Línumaðurinn Vignir Svavarsson skoraði tvö mörk fyrir bikarmeistara Tvis Holstebro úr tveimur skotum. Tandri Már Konráðsson stóð vaktina í vörn Skjern en náði ekki að skora og Björgvin Páll Gústafsson varði 11 skot í markinu og var með 29% markvörslu.

Holstebro hefur unnið alla fjóra leiki sína en Skjern er með 4 stig eftir fjóra leiki.

mbl.is