Alfreð biður um þolinmæði

Alfreð Gíslason biður um þolinmæði.
Alfreð Gíslason biður um þolinmæði. Ljósmynd/Carsten Rehder

„Við vorum ekki nógu góðir til að vinna leikinn,“ sagði Alfreð Gíslason, þjálfari þýska handboltaliðsins Kiel, í samtali við Sky í Þýskalandi eftir 35:30-tap fyrir Magdeburg á útivelli í gærkvöldi. 

Kiel fór ágætlega af stað í þýsku A-deildinni og vann tvo fyrstu leiki sína. Síðan þá hafa ósigrar á móti Flensburg og Magdeburg hins vegar litið dagsins ljós. Kiel var spáð Þýskalandsmeistaratitlinum af mörgum sérfræðingum fyrir mót og hefur byrjunin því í heild verið vonbrigði. 

„Við höfum mætt Flensburg og Magdeburg á tveimur af erfiðustu útileikjum tímabilsins. Við höldum áfram að leggja hart að okkur til að laga það sem laga þarf, til þess þurfum við smá þolinmæði frá stuðningsmönnum,“ sagði Alfreð. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert