Bjartur yfir til Gróttu

Bjartur Guðmundsson og Einar Rafn Ingimarsson úr stjórn handknattleiksdeildar Gróttu ...
Bjartur Guðmundsson og Einar Rafn Ingimarsson úr stjórn handknattleiksdeildar Gróttu handsala samninginn. Ljósmynd/Grótta

Bjartur Guðmundsson hefur skrifað undir 2ja ára samning við handknattleiksdeild Gróttu.

Bjartur kemur til Gróttu frá Fram þar sem hann spilaði 22 leiki í Olís-deildinni á síðasta keppnistímabili og skoraði í þeim 34 mörk. Bjartur er miðjumaður en einnig öflugur varnarmaður og eru vonir bundnar við að hann styrki lið Gróttu vel.

Bjartur er kominn með leikheimild með Gróttu og er klár í leikinn gegn Val á morgun í Olís-deildinni, en Bjartur er einmitt uppalinn Valsmaður.

mbl.is