Eyjamenn betri á lokasprettinum

Bjarki Már Gunnarsson tekinn föstum tökum af Kára Kristjáni Kristjánssyni …
Bjarki Már Gunnarsson tekinn föstum tökum af Kára Kristjáni Kristjánssyni og félögum í ÍBV í kvöld. Ljósmynd/Sigfús Gunnar

Eyjamenn unnu sigur á Stjörnunni í 2. umferð Olís-deildar karla í handknattleik í kvöld þegar liðin mættust í Vestmannaeyjum. Leiknum lauk með þriggja marka sigri 35:32 en Eyjamenn sigu fram úr á síðustu mínútum leiksins.

ÍBV hélt forystunni lengi vel en flottur kafli gestanna í seinni hálfleik jafnaði leikinn og stefndi allt í jafntefli líkt og í fyrsta leik Eyjamanna en allt kom fyrir ekki. Sterk markvarsla Björns Viðars Björnssonar á lokamínútum leiksins vóg þungt þegar mörkin voru talin eftir leik. 

Sigurbergur Sveinsson, Kristján Örn Kristjánsson og Theodór Sigurbjörnsson leiddu markaskorun Eyjamanna með átta, sjö og sex mörk. Hjá gestunum gerðu þeir Aron Dagur Pálsson, Garðar B. Sigurjónsson, Leó Snær Friðriksson og Starri Friðriksson vel en þeir gerðu átta, sjö, sex og sex mörk. 

Markvarsla Stjörnunnar var ekki mikil í fyrri hálfleik en Ólafur Rafn Gíslason átti góða innkomu, Sigurður Ingiberg Ólafsson fann fjölina sína á síðustu mínútum leiksins þegar hann átti magnaðar vörslur sem hefðu getað gefið Stjörnumönnum stig, en allt kom fyrir ekki. 

Tekið skal fram að dómarar leiksins áttu mjög góðan dag en feðgarnir Bóas Börkur Bóasson og Bjarki Bóasson dæmdu leikinn.

ÍBV 35:32 Stjarnan opna loka
60. mín. Kristján Örn Kristjánsson (ÍBV) skoraði mark SJöunda markið hans.
mbl.is