Lesendur geta kosið Guðjón Val bestan

Guðjón Valur Sigurðsson, fyrirliði íslenska landsliðsins.
Guðjón Valur Sigurðsson, fyrirliði íslenska landsliðsins. Ljósmynd/Uros Hocevar, EHF

Guðjón Valur Sigurðsson er tilnefndur sem besti leikmaður fyrstu umferðar í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í handknattleik. Lesendur geta lagt sitt af mörkum og kosið landsliðsfyrirliðann.

Guðjón Valur var markahæsti leikmaður Rhein-Neckar Löwen þegar liðið vann háspennusigur á Barcelona, 35:34, í fyrstu umferð keppninnar og skoraði hann sex mörk í leiknum. Það skilar honum stöðu vinstri hornamanns í úrvalsliði umferðarinnar og úr því er svo kosið um hver var bestur.

Til að kjósa Guðjón Val þarf að fara HINGAÐ á síðu Evrópska handknattleikssambandsins og smella á okkar mann. Neðst í fréttinni má sjá tilþrif Guðjóns Vals í leiknum.

Úrvalsliðið er þannig skipað:

Vinstra horn: Guðjón Valur Sigurðsson (Rhein-Neckar Löwen)
Vinstri skytta: Nico Rönnberg (Riihimänem Cocks)
Miðjumaður: Sandro Obranoic (Meshkov Brest)
Hægri skytta: Alex Dujshebaev (Kielce)
Hægra horn: Alex Gomez (Barcelona)
Línumaður: Jannick Kohlbacher (Rhein-Neckar Löwen)
Markvörður: Dejan Milosavlejev (Vardar)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert