Nýliðarnir lítil fyrirstaða fyrir Hauka

Færeyingurinn Turið Arge Samuelsen skýtur að marki HK í kvöld.
Færeyingurinn Turið Arge Samuelsen skýtur að marki HK í kvöld. mbl.is/Hari

Haukar unnu þægilegan og verðskuldaðan 27:18-sigur á nýliðum HK í 1. umferð Olísdeildar kvenna í handknattleik í Digranesinu í kvöld.

Haukar byrjuðu leikinn af miklum krafti og skoruðu þrjú fyrstu mörk leiksins en það tók HK rúmlega níu mínútur að skora fyrsta mark leiksins og minnka muninn í 3:1. Haukar skoruðu svo fjögur mörk í röð og náðu sjö marka forskoti þegar um 20. mínútur voru liðnar af leiknum. Þá tóku HK-stelpur við sér og skoruðu tvö mörk í röð en staðan í hálfleik var 13:7, Haukum í vil.

HK-stúlkur mættu ákveðnar til leiks í síðari hálfleik og minnkuðu muninn niður í fjögur mörk en þá settu Haukarnir í gír og voru Hafnfirðingar komnir með sjö marka forskot eftir 41 mínútu leik. Kópavogsliðinu tókst ekki að vinna upp það forskot og Haukar sigu svo hægt og rólega fram úr á lokamínútunum og unnu þægilegan níu marka sigur þegar upp var staðið.

Nýliðarnir í HK byrja því tímabilið á tapi en fyrsti sigur Hauka í úrvalsdeildinni í ár er staðreynd.

HK 18:27 Haukar opna loka
60. mín. Valgerður Ýr Þorsteinsdóttir (HK) á skot í slá
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert