Nýliðarnir byrjuðu sannarlega ekki með látum

Turid Arge Samuelsen og samherjar hennar í Haukum byrja tímabilið …
Turid Arge Samuelsen og samherjar hennar í Haukum byrja tímabilið veð. mbl.is/Hari

Haukar virðast koma vel undirbúnir í Íslandsmótið í handknattleik kvenna. Liðið byrjaði keppnistímabilið á afar sannfærandi hátt með sigri á Íslandsmeisturum Fram í Meistarakeppni HSÍ í síðustu viku.

Haukar voru með tögl og hagldir í leiknum frá upphafi til enda og fóru með sannfærandi sigur af hólmi, 22:19. Sigrinum fylgdu Haukar eftir með því að leggja nýliða HK, 27:18, í fyrstu umferð Olís-deildarinnar í fyrrakvöld á heimavelli HK. Haukarnir tóku leikinn föstum tökum frá byrjun og leyfðu nýliðunum aldrei að sprikla. Í frásögn Morgunblaðsins segir að ljóst hafi verið strax eftir tíu mínútur hvort liðið bæri sigur úr býtum.

Það er einmitt í upphafi móta sem nýliðar geta vafist fyrir þeim liðum sem talin eru að séu sterkari. Þá vilja þeir sanna sig, sýna fram á að þeir eigi erindi í keppni meðal þeirra bestu. Enda var þjálfari HK-liðsins vonsvikinn með frammistöðu síns liðs. Sagði hann það ekki hafa verið tilbúið í slaginn eins og vonir hefðu staðið til. „Við klúðruðum leiknum á fyrstu fimmtán mínútunum,“ sagði Vilhelm Gauti Bergsveinsson, þjálfari HK.

Ágúst tefldi ekki á tvær hættur

Hinum nýliðum deildarinnar, KA/Þór, tókst heldur ekki að gera andstæðingi sínum í fyrstu umferð skráveifu. Valsliðið er afar sterkt á pappírunum eftir að hafa styrkst verulega frá síðasta keppnistímabili. Pressan er á Val þetta tímabilið og Ágúst Þór Jóhannsson, hinn þrautreyndi þjálfari Vals, tefldi ekki á tvær hættur í heimsókn sinni í KA-heimilið og uppskar samkvæmt því. Ágúst gerði sér grein fyrir að um hættulegan andstæðing væri að ræða í upphafi móts í liði KA/Þórs. Norðankonur sýndu í bikarkeppninni á síðasta tímabili að þær gætu gert stærri liðum skráveifu. Valsliðið og Ágúst Þór stóðust prófið í upphafsleiknum og eiga nú fyrir höndum stórleik í næstu umferð á heimavelli þegar Íslandsmeistarar Fram mæta á Hlíðarenda í kvöldleik á laugardag.

Sjá alla greinina þar sem er rýnt er í 1. umferð Olís-deildar kvenna í handknattleik og lið umferðarinnar er birt í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert