Einungis úrvalsdeildarleikmenn í B-landsliðinu

Guðmundur Þórður Guðmundsson þjálfari íslenska karlalandsliðsins, ásamt aðstoðarþjálfara sínum, Gunnari ...
Guðmundur Þórður Guðmundsson þjálfari íslenska karlalandsliðsins, ásamt aðstoðarþjálfara sínum, Gunnari Magnússyni. mbl.is/Kristinn Magnússon

Guðmundur Þórður Guðmundsson, þjálfari karlalandsliðs Íslands í handknattleik, hefur valið B-landslið karla sem mun koma saman til æfinga, dagana 27.-29. september. Hópurinn er einungis skipaður leikmönnum sem spila í úrvalsdeild karla, Olísdeildinni.

Einar Andri Einarsson, þjálfari Aftureldingar mun stýra æfingunum, undir handleiðslu Guðmundar. Hópinn má sjá hér fyrir neðan.

Arnór Freyr Stefánsson - UMFA
Agnar Smári Jónsson - Valur
Ágúst Birgisson - FH
Alexander Örn Júlíusson - Valur
Arnar Freyr Ársælsson - FH
Árni Steinn Steinþórsson - Selfoss
Bergin Gíslason - ÍR
Birkir Benediktsson - UMFA
Daníel Freyr Andrésson - Valur
Daníel Þór Ingason - Haukar
Einar Rafn Eiðsson - FH
Einar Sverrisson - Selfoss
Elvar Ásgeirsson - UMFA
Elvar Örn Jónsson - Selfoss
Haukur Þrastarson - Selfoss
Kristján Örn Kristjánsson - ÍBV
Kristján Orri Jóhannsson - ÍR
Róbert Aron Hostert - Valur
Vignir Stefánsson - Valur
Viktor Gísli Hallgrímsson - Fram
Ýmir Örn Gíslason - Valur

mbl.is