Framarar stöðvuðu nýliðanna

Valdimar Sigurðsson og félagar í Fram fá KA í heimsókn …
Valdimar Sigurðsson og félagar í Fram fá KA í heimsókn í kvöld. mbl.is/Árni Sæberg

Fram vann 26:21-sigur á KA í 3. umferð Olísdeildar karla í handknattleik í Framhúsinu í fjörugum og sveiflukenndum leik. Var þetta fyrsti sigur Fram á tímabilinu en fyrsta tap KA-manna.

Það var fátt sem skildi að liðin í fyrri hálfleik en varnarleikur beggja megin var í fyrirrúmi. Gestirnir frá KA náðu mest þriggja marka forystu, 11:8, en Framarar bitu frá sér fyrir hálfleik og jöfnuðu metin, staðan 12:12 í hálfleik.

Þorgrímur Smári Ólafsson var atkvæðamestur í liði Fram með níu mörk og réðu varnarmenn KA oft á tíðum ekkert við hann. Það dró til tíðinda á 36. mínútu er Framarinn Aron Gauti Óskarsson fékk beint rautt spjald eftir samstuð við Sigþór Gunnar Jónsson. Á 46. mínútu fengu Framarar sitt annað rauða spjald er Sigurður Örn Þorsteinsson hrinti Áka Egilsnes í loftinu.

Leikurinn var þó áfram hnífjafn og hart var barist. Framarar komust í fjögurra marka forystu, 18:14, en öflugt áhlaup KA-manna sneri taflinu við. Gestirnir skoruðu fimm mörk í röð og voru sjálfir 19:18 yfir þegar níu mínútur voru til leiksloka. Þá tóku Framarar aftur á rás á afar sveiflukenndum endasprett og unnu að lokum öflugan sigur í fjörugum leik.

Fram 26:21 KA opna loka
60. mín. Leik lokið Framarar stöðva sigurgöngu nýliðanna og vinna sinn fyrsta leik!
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert