Fyrsti sigur Hauka kom gegn Akureyri

Brynjar Hólm Grétarsson sækir að vörn Hauka í kvöld.
Brynjar Hólm Grétarsson sækir að vörn Hauka í kvöld. mbl.is/Hari

Haukar unnu sinn fyrsta sigur á tímabilinu í Olísdeild karla í handbolta er Akureyri kom í heimsókn á Ásvelli í kvöld. Haukar voru yfir allan leikinn og unnu öruggan 31:26. Haukar eru nú með þrjú stig en Akureyri er án stiga. 

Haukarnir voru einu skrefi á undan allan fyrri hálfleikinn, en Akureyri hleypti þeim ekki of langt frá sér. Þegar fyrri hálfleikur var tæplega hálfnaður náðu Haukar þriggja marka forystu í fyrsta skipti, 7:4. Munurinn var 1-3 út hálfleikinn og staðan að honum loknum 15:12. Markvarsla Arnars Þórs Fylkissonar var stærsta ástæða þess að munurinn var ekki meiri.

Haukar fóru vel af stað í seinni hálfleik og var staðan orðin 20:14 eftir fimm mínútur af honum. Sú staða breyttist í 22:15 skömmu síðar og voru Haukar með þung tök á leiknum. Akureyri gafst ekki upp og minnkaði muninn í 23:19.

Haukarnir voru hins vegar sterkari á lokakaflanum og sigldu öruggum sigri í hús. Adam Haukur Bamruk skoraði níu mörk fyrir Hauka og Hafþór Vignisson skoraði sjö fyrir Akureyri. 

Haukar 31:26 Akureyri opna loka
60. mín. Gunnar Valdimar Johnsen (Akureyri) skoraði mark
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert