KA/Þór sótti sigur suður til Hauka

Martha Hermannsdóttir var markahæst hjá KA/Þór í dag.
Martha Hermannsdóttir var markahæst hjá KA/Þór í dag. Ljósmynd/Þórir Ó. Tryggvason

Nýliðar KA/Þórs í Olís-deild kvenna í handknattleik gerðu sér lítið fyrir og unnu Hauka, 24:23, þegar liðin mættust að Ásvöllum í 2. umferð deildarinnar í dag.

KA/Þór var tveimur mörkum yfir í hálfleik, 15:13, og hélt út til enda og krækti um leið í fyrstu stig sín í deildinni í vetur. Martha Hermannsdóttir skoraði sjö mörk fyrir liðið en hjá Haukum skoraði Berta Rut Harðardóttir átta mörk.

Báðir nýliðar deildarinnar unnu því sína fyrstu leiki í deildinni í dag, og bæði á útivöllum, en HK sótti eins marks sigur til Eyja eins og mbl.is hefur þegar greint frá.

Mörk Hauka: Berta Rut Harðardóttir 8, Maria Da Silva 4, Ragnheiður Sveinsdóttir 4, Hekla Rún Ámundadóttir 4, Karen Helga Díönudóttir 2, Turid Arge Samuelsen 2, Ragnheiður Ragnarsdóttir 1.

Mörk KA/Þórs: Martha Hermannsdóttir 7, Sólveig Lára Kristjánsdóttir 6, Ásdís Guðmundsdóttir 4, Hulda Bryndís Tryggvadóttir 3, Katrín Vilhjálmsdóttir 3, Þórunn Eva Sigurbjörnsdóttir 1.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert