Valur fór afar illa með Stjörnuna

Valur vann sannfærandi 37:21-sigur á Stjörnunni í 3. umferð Olísdeildar karla í handbolta í kvöld. Sigurinn var aldrei í hættu og voru gestirnir sterkari frá fyrstu mínútu. 

Valsmenn náðu góðu forskoti strax í byrjun og var Agnar Smári Jónsson sjóðheitur og skoraði fjögur fyrstu mörk Vals og fjögur af fyrstu fimm mörkum leiksins. Staðan er fyrri hálfleikur var hálfnaður var 10:3 og leyfði þjálfarateymi Vals yngri og óreyndari leikmönnum að spreyta sig.

Þrátt fyrir það tókst Stjörnunni ekki að minnka muninn og var staðan í hálfeik 18:9. Agnar Smári Jónsson skoraði sex mörk í hálfleiknum og var markahæstur. Aron Dagur Pálsson skoraði þrjú mörk fyrir Stjörnuna í hálfleiknum en nýtingin hans var ekki góð.

Valsmenn náðu ellefu marka forskoti um miðjan seinni hálfleik, 25:14. Þá skoruðu Stjörnumenn þrjú í röð og minnkuðu muninn í 25:17, en forystu Valsmanna varð ekki ógnað, þvert á móti því Valsmenn héldu áfram að bæta við. 

Stjarnan 21:37 Valur opna loka
60. mín. Ásgeir Snær Vignisson (Valur) skoraði mark Sá er að standa sig.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert