Aðstoðarþjálfarinn markahæstur

Ásbjörn Friðriksson sækir að vörn Gróttu.
Ásbjörn Friðriksson sækir að vörn Gróttu. mbl.is//Hari

FH-ingurinn Ásbjörn Friðriksson er markahæstur í Olís-deild karla í handknattleik en þremur umferðum er lokið.

Ásbjörn, sem er fyrirliði FH og aðstoðarþjálfari liðsins, hefur skorað 25 mörk í leikjunum þremur eða 8,3 mörk að meðaltali í leik.

Markahæstu leikmenn:

25 - Ásbjörn Friðriksson, FH
23 - Áki Egilsnes, KA
21 - Kristján Orri Jóhannesson, ÍR
21 - Theodór Sigurbjörnsson, ÍBV
20 - Jóhann Birgir Ingvarsson, FH
19 - Aron Dagur Pálsson, Stjörnunni
19 - Hafþór Már Vignisson, Akureyri
19 - Sigurbergur Sveinsson, ÍBV

Í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag er ítarleg úttekt á 3. umferð Olís-deildarinnar, listi yfir markahæstu leikmenn og birt er úrvalslið 3. umferðarinnar.

mbl.is