Þetta er stórkostlegt klúður

Kári Garðarsson íþróttastjóri Gróttu.
Kári Garðarsson íþróttastjóri Gróttu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Vonir standa til þess að karlalið Gróttu fái heimild til þess að leika sinn fyrsta heimaleik í Olísdeild karla í handknattleik á þessu keppnistímabili á sunnudaginn en mistök við hönnun og viðbyggingu í sumar urðu þess valdandi að keppnissalur félagsins er ekki löglegur eins og sakir standa.

Unnið er að bráðabirgðalausn þessa dagana svo hægt verði að fá undanþágu frá reglum Handknattleikssambands Íslands um lágmarksöryggissvæði fyrir aftan hvort markið. Að sögn Kára Garðarssonar, íþróttastjóra Gróttu, verður að öllum líkindum ekki unnið að varanlegri lausn fyrr en næsta sumar þótt ekki sé hægt að útiloka að farið verði í lagfæringar í kringum næstu áramót.

Í sumar var ráðist í að bæta aðstöðu til fimleikaæfinga við íþróttahús Gróttu á Seltjarnarnesi. Um leið var bætt við búningsklefa fyrir íþróttamiðstöðina og var ekki vanþörf á. Einnig var lagt nýtt parkett á íþróttasalinn, lýsing bætt, komið upp nýjum áhorfendabekkjum og fimleikagryfja sem var í öðrum endanum var fjarlægð enda ekki þörf fyrir hana lengur eftir að sérstakur fimleikasalur reis.

Í þessum breytingum var íþróttasalurinn styttur um einn metra, úr 44 metrum í 43 metra. Þar með minnkaði svæðið frá endalínu út í vegg við hvorn enda sem þessu nam og nú er svo komið að handboltamörkin standa þétt upp við báða veggi á norður- og suðurhlið. Fyrir vikið er ekki hægt að ganga fyrir aftan mörkin meðan á kappleik stendur svo dæmi sé tekið. Lágmarkssvæði, svokallað öryggissvæði, má ekki vera minna en tveir metrar, eins og það var, en er nú hálfur annar metri.

Sjá alla greinina í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert